spurði Tobbi er ég bað hann um bita af laxi yfir kjötborðið í Melabúðinni áðan. Þar sem ég stóð og útskýrði fyrir honum að Pétur væri jú á landinu en ætlaði út að borða með eldri syni sínum fannst mér eins og hálf búðin væri að hlusta, það væri ekki bara þriðjungur starfsfólks sem fylgdist með því hvort frúin keypti lax heldur viðskiptavinir líka!
Í kvöld ákvað ég því að breyta til. Fann óopnaða krukku af ananasshrirachasultutaui frá Stonewall Kitchen í ísskápnum, sem ég makaði yfir laxinn, og tók þá djörfu ákvörðun að láta Köd&grill-kryddið eiga sig. Reif Manchego ost, sem ég keypti eitthvert skiptið fyrir rétt sem ég gerði aldrei, yfir herlegheitin og henti inní ofn, EKKI undir grillið, ótrúlegt en satt (ok, ég viðurkenni að ég stillti á grillið allra síðustu mínúturnar).
Sætsterkt bragðlaukapartýið kom skemmtilega út. Til hvers líka að vera á breytingaskeiðinu og breyta svo aldrei til?
Jú, mikið rétt, húmorinn hefur ávalt verið mér hliðhollur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli