Er að verða búin með heila dós af engiferöli og ætla því að leyfa mér að segja að mér finnst engiferöl ekki gott. Hef setið á svölunum mestmegnið af deginum að undanskilinni sturtuferðinni. Sturtuferðin var stutt og frískandi en sólin nær ekki að teygja sig inn um baðherbergisgluggann.
Eiginmaðurinn vakti mig í nótt (að mér fannst) við að síminn minn glumdi. Klukkan var víst að verða sjö og allt útlit fyrir að mágkona þess myndarlega hafi verið að hringja frá Ástralíu. Nema mig var að dreyma og gat ekki vaknað til að svara í síma, ekki einu sinni minn eiginn.
Meðan sólin gleypti mig gleypti ég bók eftir Kalmann og reytti manninn minn til reiði.
Svona er nú lífið hverfult. Þess vegna getur verið erfitt að vera manneskja og af sömu ástæðu svo fjári gaman að lifa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli