fimmtudagur, 2. maí 2019

La vie à Samtún

Heyri hundgá í fjarska. Sé lögreglubíl í næstu götu, stopp útá miðri götu í næstu götu. Var að horfa á belgískan lögregluþátt. Ekki viss um að neitt af þessu þrennu tengist á neinn hátt.

Akkúrat núna stendur nágrannakonan í næstu götu (já, þar sem lögreglubílinn er) fyrir framan ruslatunnurnar og reykir. Blái bolurinn hennar er í stíl við bláu tunnuna. Konan er ljóshærð og húsið er hvítt.

Belgíska lögregluþáttinn byrjuðum við myndarlegi að horfa á á Netflix. Eftir 2 þætti gafst ég upp og ekkert óvanalegt við það svo sem. Sá myndarlegi er staðfastari og horfði til enda sem er ágætt fyrir mig, ég spyr hann bara hvað hafi gerst og svona nema í gær tilkynnti hann mér að ég yrði bara að horfa á 3 síðustu þættina, það væri svo magnað tvist. Já, en, er ekki xxxx morðinginn spurði ég. Þú verður bara að horfa svaraði hann. Svo í gær horfði ég á 2 þætti og kláraði síðasta þáttinn rétt í þessu. Viti menn, xxxx er morðinginn.

Lögreglubílinn er farinn, hundgáin heldur áfram og það er önnur sería af belgíska lögregluþættinum.

Legg ekki meira á ykkur.

Engin ummæli: