Eftir 2ja daga umhugsun fór ég og keypti hana þessa. Fannst kominn tími til að eyða peningum í svona tækni, enda komin vel inn í þrítugsaldurinn. Hún er þó ekki ástæðan fyrir því að ég er komin á fætur eldsnemma á laugardagsmorgni. Við myndarlegi erum að fara í ferð. Gönguferð. Áhyggjulaus. Fyrir þá sem hafa áhyggjur, sér í lagi nafnlausa liðið, þá er ekkert að óttast. Nýja tölvan mín verður vandlega falin undir lausa þilinu í gólfinu vinstra megin undir rúminu okkar í hjónaherberginu í risinu. Og hana nú.
3 ummæli:
hahahahaha en til lukku með nýja gripinn
úúú, niz! Ég tímdi ekki þessari þegar ég keypti mér lappa í vor (vinn aðallega á turntölvuna mína)
Mig vantaði ekki rassgat lappa, var bara e-ð að kvarta yfir því við Pétur að ég gæti ekki hangið utan í honum á sófanum þegar ég væri í tölvunni, og þá fór hann að tala um þessa MacAir sem væri bara 1 kg og og og.... þetta er verulega niz!
Takk Íris.
Skrifa ummæli