sunnudagur, 7. ágúst 2011

Hýr

Á hinsegin degi gærdagsins fór ég með köttinn til dýralæknis, keypti almennilegt kaffi, labbaði niður í bæ, naut veðurblíðunnar, rakst á vini, fékk gluggasæti á krúttlegum veitingastað, fann systur mína á Arnarhóli, fór í mat til mömmu, mátaði hatta og sá Pál Óskar í fréttunum.

Páll Óskar hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Eftir því sem árin líða festir hann sig meir og meir í þeim sessi. Páll Óskar er ekki bara frábær listamaður, hann er frábær mannvera. Ég dáist að honum ekki bara fyrir að vera flottastur í göngunni ár eftir ár, heldur fyrir boðskapinn. Orðum Palla þarf að halda á lofti alltaf, alla daga, jafnt og þétt.


Hjá mér eru hinsegin dagar alla daga.

Mæli með því að þú klikkir á Orðum Palla, það er þess virði að hlusta á þau. Oft.

4 ummæli:

Íris sagði...

Hann er snillingur hann Palli ekki spurning

Nafnlaus sagði...

Páll Óskar hefur stórt og gott hjarta. Hvað kom fyrir kisu með kærri í bæinn. Guðlaug Hestnes

Frú Sigurbjörg sagði...

Kisi tók að bólgna út öðru megin á hálsi. Hann reyndist vera með smá sár sem dýralækninum þótti líklegt að væri annaðhvort stunga eftir geitung eða kattakló. Dagur fékk tvær sprautur og bólgan er með öllu horfin.

Elín sagði...

Sammála, ég love-a Palla líka. Hann er frábær fyrirmynd.