mánudagur, 22. ágúst 2011

120 ár

Bróðir minn er orðinn þrjá-tíu-og-fimm-ára. Sama hvað hann rembist við að eldast þessi elska, þá verður hann alltaf litli bróðir


Brósi í óvæntu afmælisveislunni sinni s.l. laugardagskvöld


Sá myndarlegi uppástendur að daginn sem bróðir minn fæddist hafi hann verið að skenkja vín á heimili foreldra sinna á Hvolsvelli. Það vill nefninlega svo skemmtilega til að minn ágæti tengdafaðir deilir afmælisdegi með bróður mínum


Matthías og Dagur í afmælisveislunni minni á afmælisdegi
Hjalta í febrúar s.l.


Þrátt fyrir að hálf öld skilji þessa kauða að í aldri finnst mér margt líkt með þeim. Báðir eru þeir hávaxnir og grannir. Báðir eru þeir rólegir og yfirvegaðir. Báðir eru þeir víðlesnir og vita heljarins öll um allt og ekki neitt. Báðir segja þeir skemmtilega frá. Báðir eru þeir ljúfir og hafa góða nærveru. Báðir eiga þeir afmæli í dag.

Fínir náungar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með fína stráka. Kærust í bæinn Gulla Hestnes

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk fyrir kæra Gulla.

Íris sagði...

Til lukku með þessa tvo

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk Íris. Ég er reglulega heppin að hafa þá báða í lífi mínu.