Ef fráskilin kona, sem er ein í heimili, reynir að þvo eina baðmottu þá svo sem þvær vélin hana en þegar kemur að vindingu hrópar tromlan; nei stoppa hér! Það snýst sumsé ekki um vigt heldur fjölda. Tromlan harðneitar að berja og slá til 1 hlut, hún þarf að hafa 2 hluti til að berja og slá jafnt svo henni líði betur. Það var ekki flóknara en það.
Öllu stærra og sárara vandamál er sú staðreynd að ég hef ekki séð Bjössa síðan á fimmtudagsmorgunn. Er búin að auglýsa eftir honum á kattasíðum og íbúasíðum á facebook, búin að fara í nokkra kalda göngutúra eftir ábendingar frá hinum og þessum. Lítur út fyrir að Bjössi, eða einhver svartur og hvítur köttur, hafi sést í flestum hverfum Grafarvogs. Ef þið heyrið Grafarvogsíbúa pískra um konuna í rauðu kápunni sem vafrar um og kallar á Bjössa, þá er það ég.
Birta er ekki minna vængbrotin en frúin, hún fer lítið út þessa dagana, rölti reyndar með mér hring um hverfið í gærmorgunn, situr annars ýmist í kjöltunni á mér eða í næsta stól við hliðina á mér. Liggur í rúminu hjá mér öll kvöld og allar nætur.
Æ Bjössi, komdu nú heim. Mjá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli