laugardagur, 3. október 2009

Príorití-bið

Síðan myndarlegi maðurinn fór erlendis á burstuðum skóm hef ég;
- Lagt mig aftur og grjótsofið.
- Farið í vinnuna og Bónus.
- Sungið hástöfum með öllum uppáhaldslögunum mínum á æpodnum.
- Poppað.
- Glápt á Sex.
- Boðið foreldrunum í mat.
- Klappað kettinum.
- Lesið ókunnra manna blogg.
- Skolfið af kulda undir sænginni.
- Gefið kettinum grátt slátur.
- Saknað hans mikið og hlakkað til að fá hann aftur heim.

Aftansöngur undir sænginni og breik á stofugólfinu færist yfir á myndarlega kærastann, þar sem ég hef ekki lengur svigrúm til að klára galein-heima listann.

Engin ummæli: