Lengsta 3ja daga vinnuvika í manna minnum er loks orðin að föstudagskveldi. Við hjónin liggjum eins og slytti á sófanum, búin að raða í okkur ostum og kryddpylsum og vínberjum og baguettusneiðum. Nenntum ekki að elda. Rétt svo að karlinn hefði sig í að draga tappa úr rauðvínsflösku. Einstaka sprengjuhvellir hljóma milli rokhviða og af gluggarúðunni að dæma drýpur enn af þéttri, fíngerðri rigningunni. Innandyra loga kertaljós í bland við sjónvarpsglampa. Árið er sannarlega nýtt en frúin er sú sama.
Að auki vil ég segja þetta: mér finnst gott að vera löt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli