þriðjudagur, 1. janúar 2013

Hugheil hugleiðing


Ef þú spúir óvild og dónaskap að öðru fólki átt þú þá rétt á að viðkomandi aðilar komi ávalt kurteislega fram við þig?
Ef þú ert maka þínum ótrú/r, átt þú þá rétt á að halda framhjá honum aftur svo lengi sem makinn kemst ekki að því eða fyrirgefur?
Ef þú átt barn/börn átt þú þá rétt á því að ákveða hvernig sá einstaklingur á að vera, þrátt fyrir að barnið sé í raun fullorðið, af því þú ert foreldri?
Ef þú ert í sambandi þar sem þú gætir komið betur fram við maka þinn en gerir ekki, átt þú þá rétt á að segja að sambandið hafi bara ekki verið gott þegar því lýkur?
Ef þú ert stjórnsöm átt þú þá rétt á því að skipta þér af öllu/m í kringum þig og gagnrýna þá sem hafa aðrar skoðanir en þú af því þú vilt hafa hlutina eftir þínu höfði og þínu höfði einu?

Hef það fyrir satt að 13 er happatala. Heimsins bestu nýárskveðjur til þín sem lest, óháð því hvaða hvatir báru þig hingað.

3 ummæli:

Íris sagði...

hugheilar

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár mín kæra og megi nýja árið sigla lygnan sjó. Kærust frá okkur Bróa

ella sagði...

Seiseinei (við spurningamerkjunum)
Ég er frekar á móti happatölum, held þær séu ekki til frekar en óhappatölur. Vil heldur taka því sem að höndum ber án þess að kenna eða þakka það einhverri talnaspeki.