mánudagur, 21. janúar 2013

Fyrirsögn óskast

Komst að því um daginn þegar rigndi hvað mest að trampskórnir mínir eru ekki vatnsheldir. Fór því í gær og keypti mér nýja skó. Mátaði voða þægileg plein svört stígvél sem hefðu líklega gengið við allt og allt og flest og helst, en hver fær staðist bomsur í eskimóastíl í lit og með rauðum reimum? Ekki konan hún ég


Viti menn, nú þegar konan er bomsuð til að arka blauta rigningu og brakandi snjó er eins og við manninn mælt að hvorki fellur korn af snjó né dropi af rigningu. Ég fór samt í nýju skónnum í vinnuna í morgun. Kom svona líka kampakát heim með funheitar tær og hlýar iljar 3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

COOOOOL með kærri frá okkur Bróa.

Íris sagði...

Þetta eru æðislegar bomsur

ella sagði...

Það er seint ofmetið að vera hlýtt á tánum.