fimmtudagur, 1. apríl 2010

Decor

Þegar myndarlegi maðurinn masar og masar og missir svo fimina í málfærninni og segir; hvað ætlaði ég nú aftur að segja? finnst mér ofsalega sniðugt að svara; ætlaðir þú ekki bara að þegja? Enda segja og þegja svo gott sem sama orðið og ég svo ofsalega sniðug stelpa. Hlæ og enda langhæst að sjálfs míns fyndni.

Örkuðum í bæinn í dag í frískandi veðrinu. Ég fékk óvæntann glaðning í vikunni í ígildi fjárs. Leyfði mér því að fjárfesta frekar í HlíðarTún-gjörningnum og arkaði svo beint í Bónus að kaupa sælgæti. Þetta kalla ég almennilega bæjarferð


Engin ummæli: