laugardagur, 3. apríl 2010

Ver

Dreymdi nokkuð raunverulega í nótt. Ekki endilega eins og ég myndi sjálf kjósa raunveruleikann, en raunverulegt alveg fram að þeim punkti þar sem ég var komin með inngöngu í vafasamann galdraskóla í djúpum undirheima, og myndarlegi maðurinn var einn af kennurunum þar. Hann var ískaldur og grimmdarlegur í framkomu við mig, allt þar til mér var byrlað eitur og ég hné niður og var svo gott sem komin með fuglshöfuð.
Mín túlkun á draumnum er sú að ég hafi hrapað niður í undirheimana um leið og ég byrjaði að fara inn í sængurverið. Það var svo sem ekkert óþægilegt að vakna í sængurverinu með sængina í fanginu. Myndarlegi maðurinn ætlar öngvu að síður að bródera fallegann fugl í hliðina á verinu, og hefur fullvissað mig um að hann sé ekki að kenna á daginn; hann vinni bara hjá Vegagerðinni.

Engin ummæli: