laugardagur, 29. ágúst 2009

Húðleti

Bakarísmorgunmatur, sterkt kaffi og myndarlegi maðurinn. Kisuklapp, Bónus, bæjarrölt, pulsa með næstum öllu, súkkulaðikaka, bækur og myndarlegi maðurinn. Austurlensk eldamennska, kertaljós, heitt bað og myndarlegi maðurinn. Lítill sófi, faðmur, nasl og myndarlegi maðurinn.

Það er gott að vera latur þegar maður er búinn að ákveða að vera latur. Og það er gott að eiga góða kærastann minn sem myndarlega manninn.

Engin ummæli: