mánudagur, 31. ágúst 2009

Kjafta-vaðall

Austurlenski réttur gærdagsins varð að austurlenskri kássu kvöldsins, og aðsúgur gerður að Hannesi Hólmstein í vikunni sem leið. Ég á ekki mikla samleið með fólki sem mótmælir Æseif, en get ekki annað en tekið hattinn ofan fyrir fólkinu sem hrelldi kjaftaskúminn. það á að láta Hannes Hólmstein finna fyrir því hversu mikið samfélagsmein hann er.

Var annars að koma af stórfínum jazz-tónleikum á Rósenberg. Stórsveit Reykjavíkur flutti lög Toshiko Akiyoshi. Ætla að voga mér að vera doldið bjartsýn og láta mig dreyma um fjölmiðlabann á Hannes Hólmstein Gissurarson. Við eigum ekki að þurfa að þola eina spýju í viðbót úr vaðandi trantinum á honum.

Engin ummæli: