þriðjudagur, 1. september 2009

Húsblanda

Átti svínakjöt í frysti sem ég ákvað loksins að gera e-ð við í gær. Tróð sneiðarnar fullar af furuhnetum, pestó, hvítlauk, steinselju og salvíu af miklum myndarskap. Fékk svo myndarlega manninn til að velta þeim upp úr hveiti og loka* á pönnu. Þaðan lá leið þeirra inn í ofn ásamt tómötum og lauk. Fyllingin fyllti vitin af ljúfri lykt en kjötið var ónýtt. Helst til mikið haft fyrir kvöldmat sem á endanum varð steiktar kartöflur, og síðar popp til að fylla upp í rúmið sem meðlætið náði ekki að metta.

Vinnudagurinn mun hefjast á Verslunarstjórafundi og enda e-r milli hálftíma til klst eftir lokunartíma búðar. Þar til nýt ég kaffisins, hlusta á vælið í kettinum og reyni að upphugsa góða afmælisgjöf handa góða pabba mínum.

*fínt kokkaorð yfir að steikja.

Engin ummæli: