sunnudagur, 27. september 2009

Baun-laus

Var að koma úr bústað. Gisti heila nótt með Zöru-stjórum. Bústaðurinn er í Grímsnesinu og í gervi einbýlishúss. Haustlitirnir eru yndis-fallegir og samstarfskonur mínar eru yndis-legar. Dekruðum við okkur í mat og drykk, en lögðum ekki í 11°"heitann heita" pottinn. Sinnti hlutverki aldursforseta hópsins og bauð góða nótt upp úr miðnætti, klöngraðist upp á 4 dýnur og svaf miklu, miklu betur en prinessan á bauninni.

Það er gott að koma heim með útkýlda vömb af 6 rétta brönch, í heitt kaffi og von-Somtime-tertur. Best af öllu þó að knúsa uppáhalds jafnaldrana mína

Engin ummæli: