þriðjudagur, 29. september 2009

Jordgubb



Myndarlegi maðurinn kláraði jarðaberjasafann. Situr enda kampakátur á sófanum með vískí og skóáburð. Dugar ekki að fara á óburstuðum skóm til útlanda, jafnvel þó það sé einungis vinnuferð til Danmerkur. Velti möguleikum mínum, galeinni, heima hjá honum, fyrir mér;
- Get sungið hástöfum með öllum uppáhaldslögunum mínum á æpodnum.
- Glápt á Sex & the City.
- Klappað kettinum.
- Prumpað undir sænginni.
- Breikað á stofugólfinu.
- Saknað hans og hlakkað til að fá hann aftur heim. Það þarf jú líka að klára melónu-ananas-safann.

Engin ummæli: