Þokkadís Íslands virðist hafa gengið í hnappelduna, en skv. öruggum heimildum S&H grétu margir menn þarna um árið sem eiginmaðurinn nældi sér í hana. Hreinlega grétu.
Ég er auðvita bara hundöfundsjúk. Þokki minn, sem þó drýpur af mér, hefur hingað til ekki grætt menn. Og engum hefur dottið til hugar að kalla misheppnuð ástarsambönd mín dofnandi fegurð. Í ofanálag stínka ég í stærðfræði. Piff.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli