laugardagur, 19. september 2009

Um-sláttur

Hef slegið um mig í allann dag. Fór á myndasýningu og reyndi í framhaldinu að festa kaup á mynd. Pantaði herrafatnað fyrir margar, margar evrur á glansandi rauðum hælaskóm. Ýtti við viðkvæmni með lélegu gríni. Byrjaði á nýju bók kærastans meðan hann dormaði í bjútiblundinum á sófanum. Kaupti tvenna poka af kasjúhnetum og trönuberjasafa. Át síðasta tyrkneska piparinn úr dollunni.

Mig óar fyrir hvar þetta muni allt saman enda, en tel þó nokkuð víst að Borgarahreyfingin, eða hin eða hvers eða hvurs, verði ekki valkostur á næsta kjörseðli. Mér þykir annars afskaplega ósmekklegt þegar ópersónukjörnir þingmenn, fara með atkvæði flokks síns eins og þeim einum hentar.

Engin ummæli: