föstudagur, 18. september 2009

Dænastí-flækja

Uppgvötaði Dænastí á Skjá1 um daginn. Datt niður í miðjann þátt og sat stjörf yfir þeim hræðilegustu hárgreiðslum, axlarpúðum, skikkjukápu og olíubornu bringuhárum sem ég hef augum litið. Í Dænastí er illskan uppmáluð í gervi Joan Collins, og góðmennskan í gerfi hennar þarna með ljósa blævængjatoppinn sem skríður ofan í ljós-ljós-ljósbláu augun. Í Dænastí spilar maður tennis upp á æru sína vegna svikinna tryggða eiginkonu, og getur orðið nánast sturlaður af að anda að sér málningunni á skrifstofunni sinni sem mamma manns á e-a sök af. Þ.e.a.s. ef mamma manns er Joan Collins. Fyrrverandi eiginmaður hennar, og núverandi þessarar góðu, keyrir töluvert um í limmósínu.

Ætlaði að komenta hjá Parísardömunni um að ég hefði aldrei gengið með barn, en uppgvötaði svo að ég hef gengið með barn. Í fanginu. Mörg börn. Mislangar, eða stuttar, leiðir. Sætti mig á að skrifa ég hefði aldrei verið ófrísk, en ég hef heldur ekki alltaf verið frísk. Joan Collins veit pottþétt um hvað ég er að tala, en það er þessi góða þarna sem mun sýna mér samúð.

Engin ummæli: