miðvikudagur, 2. september 2009

Mann-sal

Vinnudegi gærdagsins lauk snögglega um 2,5, ef ekki 3 klst fyrr, en áætlað var. Örlögin eru þó sjaldnast umflúin, ég loka búðinni í kvöld í staðinn. Myndarlegi maðurinn gerir sig breiðann og þykist ætla að toppa mig í fylltri svínakjötseldamennsku. Það mun honum að öllum líkindum ekki takast, þar sem nýtt svínakjöt verður varla verra en frostskemmt ársgamalt svín. Ég vona altjént ekki.

Fletti sparhefti sem borið var í hús í gær. 2 fyrir 1 á stórum kranabjór og aðgangseyri á Goldfinger. Heyrði í morgunútvarpinu að rannsókn hérlendis staðfestir að mannsal eigi sér stað á Íslandi. Stærstur partur, þó ekki allur, í kynlífsiðnaði.

Engin ummæli: