mánudagur, 3. ágúst 2009

Minn frídagur.

Búin að drekka gott kaffi, nota hvíta pilsið mitt óspart, syngja í eldhúsinu, halda 3ja rétta matarboð, fara í göngutúr í Elliðaárdalnum, borðaði rjómavöfflur bakaðar í tilefni 57 ára brúðkaupsafmælis, kaupa bland í poka, horfa á danska mynd með íslenskum texta, nenna ekki á tónleika, drekka Euroshoppergos, fara í sund, koma hjólinu mínu í gott gagn, baka möffins, fara í bíltúr á Korputorginu,hafa gott fólk í kringum mig, lesa, lesa og lesa svo aðeins meira, setja myndir á fésið og borða tvo hamborgarara. *

Ég hef aldrei farið á þjóðhátíð í Eyjum og finnst lagið frekar korní, en svei mér ef lífið er ekki bara yndislegt.

*Rétt að taka fram að upptalingin á við líðandi helgi og er ekki í röð.

Engin ummæli: