sunnudagur, 8. september 2019

Sund-ur

Man ekki hvenær ég fór síðast í sund en um leið og ég spyrnti mér frá bakkanum fann ég hvað ég hef saknað þess, saknað þess að líða í gegnum klórinn og leggja hugann í bleyti. Anda að mér orkunni og blása frá mér luðrunni. Sópa að mér vellíðan með sundtökum, sparka frá mér neikvæðni. Stundum syndi ég hægt, stundum syndi ég hratt. Hjartað slær örar og hugurinn virkar skarpari. 

Man það núna að ég fór í sund síðustu helgi en ekki til að synda heldur fljóta, fljóta með 28 öðrum kellum með flothettu á höfði, einbeiting á andardrætti, hugarfloti og slökun. Anda inn, anda út. 

Andardráttur andi, lífsandi, vindur, önd, öndun; blástur.

Engin ummæli: