spurði konan sem stóð á móti mér á Melabúðargólfinu. Jú svaraði ég og á meðan ég dróg seiminn skannaði ég heilabúið í leit að þessari miðaldra konu sem virtist þekkja mig en konan sú arna kom mér ekki svo mikið sem kunnulega fyrir sjónir. Enda kom það á daginn að ég hafði aldrei hitt hana fyrr. Hún hins vegar var í menntaskóla með manninum mínum og hvernig var svo í Argentínu? Það er svo æðislegt að fylgjast með ykkur á facebook.
Já krakkar, svona er þetta þegar raflífið blandast við raunlífið; pínulítið sérstakt, örlítið sérkennilegt en líka mega skemmtilegt. Úr varð c.a. korters samtal sem var nákvæmlega blanda af þessu en hvort ég muni þekkja konuna næst er hún verður á vegi mínum þori ég ekki að segja til um, verð bara að treysta því að hún muni þekkja mig.
Eða ekki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli