Gekk heim í gær í brakandi þurru hausti. Laufin þyrluðust um í ljúfri golunni, kurruðu fallega í allri sinni litadýrð. Gott ef það var ekki sólarglenna líka, allavega sól í sinni.
Gekk út í blautt haust í morgunn. Vindurinn þeyttist með afli í gegnum hárlubbann á mér. Litrík laufin stigu þungan dans.
Það skiptast á skin og skúrir og lífið getur bæði verið súrt og sætt.
Sjálf potaði ég hendinni inní heitan ofninn í gær er ég sýslaði við matseld. Mæli ekki með því ofnhanskalaust.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli