Gekk fram á þessa kauða á leið heim úr vinnu. Þeir sögðust hafa haft fregnir af því að piparkökur og jólaöl væri komið í búðir, spurðu mig hvar bestu mandarínurnar væri að finna. Brugðust ókvæða við er ég tautaði eitthvað um hvort það væri ekki helst til snemmt að huga til jóla, hreyttu í mig með skömmum að ég skyldi skila slíku rausi beinustu leið til *Ásbjarnar Montens sem hefði tekið af skarið og auglýst Þorláksmessuna á miðju sumri.
Sjálf fann ég eingöngu fyrir haustlæðingnum sem reif í hárið á mér alla leiðina heim, hamaðist við að komast niður hálsmálið á jakkanum mínum og sveiflaði litríkum laufum í brjálaðan dans. Jóla hvað?
*Hér get ég mér þess til að óbyggðasveinarnir hafi verið að vísa til Bubba Morthens og þorláksmessutónleika hans sem sannarlega skáru í auglýsingaeyru á hásumri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli