Líkamlegt ástand þessa dagana: dofin. Andlegt ástand þessa dagana: dofin. Allt að gerast en líka ekki neitt. Í gær tók ég þungbært skref en nauðsynlegt úr því sem komið er. Í morgun vaknaði ég með frunsu. Úti hamast rokið í áköfum dansi við haustkulda.
Hver er sinnar gæfusmiður og allt það. Nú mega þungu skrefin fara að tifa í léttum gæfusporum. Mætti ef til vill bjóða yður upp í dans?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli