miðvikudagur, 28. ágúst 2019

Heimlæða

Sit við tekkskrifborð sem stendur við glugga. Skrifborðið á maðurinn minn. Við þetta skrifborð sat hann og lærði lexíurnar sínar. Óharnaður dengur á Hvolsvelli.

Glugginn sem skrifborðið stendur við er sprunginn. Glugginn stendur í húsi sem maðurinn minn keypti árið 1993. Þá var hann giftur, 2ja barna faðir. Í dag er hann tvígiftur, einu sinni fráskilinn, 3ja barna faðir og 2ja stúlkna afi. 

Ég sé Birtu, kisuna mína, liggja makindalega á verandarhandriðinu út um gluggann, fyrir neðan sprunguna. Milli þess sem hún horfir í kringum sig lygnir hún aftur augunum. 

Bróðir hennar, Bjössi, liggur værðarlegur í bleikum sófasettsstól sem við maðurinn minn keyptum á fornsölu þarna um árið sem við töldum mér trú um að þetta hús gæti orðið mitt heimili.

Þar sem ég sit og hripa niður þessi orð situr maðurinn minn á mjög mikilvægum fjölskyldufundi þar sem nærveru minnar er ekki óskað.

fjölskylda fólk, heimafólk, heimilisfólk, hjón, sifjalið, skyldulið.

Engin ummæli: