laugardagur, 24. ágúst 2019

Man alltaf eftir fyrstu Menningarnóttinni.

Án vafa var hún smærri í sniðum og minnist ég helst síðdegisrölts og flugeldasýningar. Það eru ekki smáatriðin sem ég man heldur stemningin, eftirvænting og smitandi hamingja sem skein úr hverju andliti. Djamm fram á næsta dag, enginn sem kleip mig í rassinn, allir glaðir og afslappaðir. Besta djamm ever.

Það eru ekki allir sem muna. Í þessum skrifuðum orðum puðast sá myndarlegi við að potast 10 km í minningu systur sinnar sem lést úr Alzheimer.

Þar sem ég kom frá því að keyra hann í hlaupið braust sólin fram. Þrátt fyrir innvortis ólgu vegna komandi óvissu nánustu framtíðar var ég full af gleði með blússandi jass í bílnum, sólarvarma á nefbroddinum og kitlandi nútíðina í fanginu. 

Stemning andi, andrúmsloft, geðblær, geðhrif, hugarhræring, hugblær, skap.

Engin ummæli: