Sms sent úr Samtúni: Fokk! Það er risa býfluga í eldhúsinu og ég að baka!!!
Sms sent úr World Class Laugum: Uss þær gera ekkert
Sem var einmitt það sem ég var að reyna að sannfæra sjálfa mig um. Var að bræða súkkulaði og smjör saman í potti þegar ég tók eftir því að Birta var óróleg og djöflaðist við hurðina útá verönd, lét eins og hún væri að eltast við flugu nema við nánari eftirgrennslan reyndist flugan vera digur Mæja býfluga. Svarta María reyndar þar sem ég sá ekki sérstaklega neitt gult og ekki heldur neinar rendur. Sá fyrir mér að Birta myndi vera í hættu og rak hana út. Eiginmaðurinn í ræktinni og ég að baka, gott og vel.
Fór yfir möntruna um að Mæja myndi ekki gera mér mein og hækkaði í músíkinni. Hélt áfram að baka.
Úr varð þessi kaka
Engin ummæli:
Skrifa ummæli