...sem kettlingar halda að séu leikföng:
- snjókorn, snjóhrúgur og rigningadropar á rúðu
- skóreimar (hef ekki enn komist óklóruð í tramparana mína)
- dúskar á borðdúkshornum
- SÁÁ álfurinn (þeim myndarlega til mikillar gleði enda kominn með ástæðu til að kaupa bölvaðann álfinn áfram)
- hárspennur (búin að vera með stutt hár svo lengi að ég var búin að gleyma að ég ætti slíkt)
- pottaplöntur heimilisins (þeim myndarlega til mikillar armæðu), kettlingarnir gera engar kröfur um kyn, aldur né fyrri störf, planta er planta, punktur
- rennilásinn á stretsgallabuxunum mínum
- tölurnar á sjónvarpssófapeysu Kormáks og Skjaldar
- snúrur (kettlingarnir eru fullkomlega fordómalaus á snúrur og ráðast á þær hvort sem þær hlaða síma, tengjast tölvu, sjónvarpi, lömpum, hárþurrku eða hvaðeina)
- klósettpappír
- jógadýnan mín (afabarninu þótti reyndar líka gaman að leika sér að jógadýnunni minni, vildi óska að ég væri jafn viljug í að nota hana)
- puttar á lyklaborði.......
Af bronkítissjúklingnum er annars helst að frétta að hann harðneitar að fá kvöldmatinn í rúmið. Liggur þar nú samt og hlustar á Veru að áeggjan eiginkonunnar.
Kannski ég fari þá að steikja rauðsprettuna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli