mánudagur, 11. nóvember 2019

Sa Ta Na Ma

Var að koma heim úr rúmlega klukkustunda löngum hugleiðslugöngutúr í Grasagarðinum. Gekk í hópi regnfataklæddra kvenna, æfðum hugleiðslustöður, handahreyfingar og fórum með möntrur, vorum duglegar að teygja og einbeita okkur að öndun. Príma súrefnisinntaka get ég sagt ykkur.

Fann ekki fyrir kulda þrátt fyrir rigningarúðann í útiverunni en þar sem ég ligg núna berfætt undir sæng finn ég að mér er kalt á tánum. Lauklykt í loftinu, eiginmaður sýslar við mat. Þar til kallið kemur held ég áfram með Tilfinningabyltinguna.

Engin ummæli: