litlu systur. Við erum ekki sammæðra og því ekki alsystur. Við erum enn síður samfeðra og því ekki heldur hálfsystur. Systur erum við samt, að sögn þeirrar stuttu. Litla systir mín heitir Hallveig alveg eins og elsta systir mín enda skírð í höfuðið á henni. Hallveig er amma Hallveigar. Við litla systir erum nefninlega þrælskyldar þrátt fyrir að vera ekki systur.
Talandi um Hallveigar þá fór í bókabúð eftir vinnu og keypti Billede Bladet, jólaútgáfan með konunglega dagatalinu, blaðið sem amma mín Hallveig varð að fá á hverju ári. Það voru ófá Billede blöðin sem ég fletti með henni ömmu minni, sötrandi kaffi og smjattandi á Berlínarbollum, en jólablaðið var möst, eins og sagt er.
Amma mín Hallveig var skírð í höfuðið á landnámskonu okkar Íslendinga. Systir mín Hallveig var skírð í höfuðið á ömmu okkar. Litla systir mín Hallveig var skírð í höfuðið á ömmu sinni Hallveigu.
Litla systir mín á afmæli í dag. Í morgun borðaði ég afmæliskökubakstur Janesar sem ég vinn með, hún á líka afmæli í dag. Jan, maðurinn hennar Janesar, á sama afmælisdag og amma mín Hallveig.
Legg ekki meira á ykkur að sinni, elskurnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli