Hvíta og svarta læðan mín var að skjótast út um gluggann, tiplaði hratt og örugglega á hvítum loppum út í örfína rigninguna. Svarti og hvíti fressinn minn liggur makindalegur í bleikum stól inní stofu, sefur vært og veit ekki af rigningardropunum sem færast í aukana fyrir utan gluggann. Fyrrum rauðhærði eiginmaðurinn minn er með sína eigin rigningu á hlaupabretti í ræktinni í næsta hverfi, hvort sú rigning er fínleg er ekki gott að segja, líklega spurning um á hvaða km hann er staddur blessaður.
Sjálf var ég að setja uppþvottavélina af stað, trompettónar Chets Baker úðast eins og frískandi rigning um eldhúsið. Ætti auðvita að vinda mér í fleiri heimilisstörf en þá er nú skárra að blogga, getið sveiað ykkur uppá það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli