fékk persónulegt bréf frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í dag. Hanna Birna borgarstjóri sem ekki virtist geta beint augnaráði sínu að sjónvarpsáhorfendum í kosninga-auglýsingu sinni, virðist fullfær um að senda persónuleg bréf til Reykvískra kvenna. Eða þannig.
Í persónulega bréfinu mínu, þar sem ég er ekki bara "kæra", heldur líka "þér, þín, þínum og þig," biður Hanna Birna mig að setja X við D af því að þau hafa ekki hækkað skatta þar sem fjölskyldurnar mega ekki við meiri útgjöldum, þau hafna niðurskurði sem bitni á börnum og öldruðum, þau standa vörð um störf fastráðinna borgarstarfsmanna og þau gera kröfu um að skólar, leikskólar og þjónusta við eldri borgara sé framúrskarandi.
Hanna Birna Kristjánsdóttir áttar sig ekki á því að kæra Sigurbjörg Katla er einstaklingur. Kæra Sigurbjörg Katla á ekki börn, er ekki í skóla, er ekki borgarstarfsmaður og er ekki á leiðinni á ellilífeyri í náinni framtíð. Mér, mín, mínum og mig skilur ekki hvernig hægt er að komast hjá því að hækka skatta án þess að hækka útgjöldin annarsstaðar, útgjöld sem einstaklingurinn ég þarf e-r að gjalda.
Ég ber vissulega von um velferð öllum til handa og átta mig fyllilega á að ég tilheyri heild. Fjöl-póstur hentar vel til þess að höfða til liðsheildar minnar. Dulbúinn, persónulegur fjölpóstur hinsvegar gerir það ekki.
Fyrir nú svo og utan að kæra Sigurbjörg Katla kaus sl. laugardag, og hvorki hún né mér, mín, mínum og mig X-ar við D-ið.