mánudagur, 19. júlí 2010

Einn af fjórum

Í 16.5 °C hita langar mig ekki hreint neitt í vinnuna þó ég sé í stuttbuxum og blóma-gollu. Ég vil bara áframhald á Þingvallahelgi í Parísar-kjól Urðar, pikknikk með myndarlega manninum, lestur og límonaði á veröndinni. Fjóla segir mér það fari ekki alltaf saman það sem manni langi og það sem maður þarf að gera. Alltaf skynsöm stúlkan sú. Ég mun arka í strætó með eydísar-gleraugun á nefinu, hávaða í eyrunum og örvæntingafullt bros yst í munnvikunum.

Niðurtalning í sumarfrí formlega hafin.

Engin ummæli: