fimmtudagur, 8. júlí 2010

Sm-ellin

Sá á strimlinum úr Bónus að ég keypti appelsínur frá Afríku, sítrónur frá Spáni, vorlauk frá Bandaríkjunum, snjóbaunir frá Kenya, gulrætur frá Frakklandi, lime frá Brasilíu og vínber frá Suður Afríku. Myndi glöð þiggja þessar strimlaupplýsingar inni í versluninni. Gæti haft áhrif á val mitt.

Keypti strigaskó framleidda í Kína með adidas merki á. Þeir kostuðu sitt enda ekki keyptir í Bónus. Þeir eru hundforljótir en afskaplega þægilegir. Er væntanlega að færast á þann aldur þar sem ég get búist við að taka sveiflukenndar, en meðvitaðar, ákvarðanir um að taka þægindi fram yfir útli. Einu sinni skar ég mig líka á gleri í lófann. Fékk upphleypt og vel sjáanlegt ör sem nú felur sig auðveldlega innan um hrukkur í lófanum. Ellin er smellin.

Engin ummæli: