þriðjudagur, 13. júlí 2010

Hug-mynd-ir

Myndarlegi maðurinn er hálfnaður með takmarkið. "5,1 km á 30 mín" gortar hann kot-rosk-inn á fésinu sínu. Svo roskinn að nú er næsta takmark að; "geta gert það tvisvar í röð." Ekki kvarta ég. Mun betri hugmynd en að púla sveittur á hlaupabretti inni í húsi á miðju sumri. Hann er líka hættur að vera styrktaraðili kvenna í þrifþjónustu. Brugðum út af Íslendingum og réðum erlent farandverkafólk til verka. Ég klappa saman höndum og hrín af kæti í hvert sinn sem ég uppgvöta tandurhreint heimilistæki.

Myndarlegi maðurinn er þó ekki uppfullur af einungis góðum hugmyndum. Þessa dagana hótar hann því að láta sér vaxa yfirvaraskegg ef ég hætti ekki að tala um Tom Selleck. Það er ekki góð hugmynd.

Engin ummæli: