föstudagur, 12. febrúar 2010

Bráðum, bráðum

Ég elska að eiga afmæli. Ég elska að hlakka til þess og nýt þess í botn að fólk óski mér til hamingju með að hafa fæðst. Elska gleðina og brosin sem ég fæ, en mest af öllu elska ég að fá pakka. Og já, svona almennt að fá e-ð fyrir það að hafa fæðst. Til að fá sem mest út úr þessu hef ég alltaf 2. í afmæli og jafnvel 3. Ég á reyndar ekki afmæli fyrr en þrettánda, en ég er þegar búin að fá afmæliskaffi, fullt af brosum OG frábærar gjafir. Frábæru samstarfsstúlkur mínar gáfu mér alveg nýja sýn í dag; auðvita á maður að byrja að hita upp fyrir afmæli! Rétt eins og með bolludaginn; hann er vissulega bara einn dag á ári, en auðvita byrjar maður að úða í sig bollum þegar tækifæri gefst. Grípa gæsina áður en hún gefur upp öndina.



Eftir rúmann kltíma á ég loksins afmæli. Ég er þegar byrjuð að suða um tánudd.

Engin ummæli: