þriðjudagur, 2. febrúar 2010

Février

Febrúar er mánuðurinn minn. Ég deili honum glöð með góðu fólki, en ég á hann samt. Ég hef ekki tíma til að hlakka til fjarlægs vors í Janúar, ég er of upptekin við að hlakka til febrúars. Ég hef líka verið upptekin við að klappa poka með súrdegi, týna til hluti úr hlíð í tún, rifja upp doldið af frönsku, drekka mikið af kaffi og vera ástfangin upp fyrir haus. Hef einnig afrekað langþráð matarboð með tveimur góðum vinkonum, og á nú blómstrandi túlípana á borði og trönuberjalyktandi spýtur í glasi.

Eins og febrúar er nú oftast kuldalegur mánuður, veðurfarslega séð, þá finnst mér orðið á íslensku svo afskaplega notalegt. Á frönsku, afskaplega fallegt.

Engin ummæli: