sunnudagur, 5. september 2010

Breyting til -

Með komandi hausti eru sviptingar í fleiru en veðri og ráðherrahrókeringum. Myndarlegi maðurinn hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni og tilbiður nú enga aðra guði en mig. Túnhald hefur tekið stakkaskiptum, til reynslu, kettinum án vafa til mikillar gleði. Strætó á það til að tala en þær samgöngur mun ég hér eftir brúka til hátíðarbrigða. Vinnustaðurinn hefur gengið kaupum og sölum og jafnvel öfugt, svo fleiri en pólitískir ráðherrar munu færa sig um set.

Mesta sviptingin þó var að uppgvöta í gærkveldi að sjónvarpskastið í Popppunkti hefur verið vikið fyrir öðrum, nýrri liðum. Að horfa á Felix Bergsson hlaupa á eftir sjónvarpinu er ein besta skemmtun sem nokkru sinni hefur verið í boði hjá RÚV. Ég er arfavonsvikin og mæli frekar með að hrútleiðinlega tónlistaratriðinu verði skipt út og Felix Bergsson á hlaupum verði sett inn í staðinn sem pikkfastur liður í prógramminu.

Er enn að býsnast við að melta þá hendingu að hafa farsællega aðstoðað sessunaut minn í gamla skólanum mínum að leysa stærðfræðidæmi.

Engin ummæli: