mánudagur, 6. september 2010

Strikið tekið -

Labbaði glöð í vinnuna í morgun, spennt af tilhlökkun til tilbreytinga á nýjum vinnustað í gömlu vinnunni. Strætósögum mun því miður fækka, ef ekki hverfa, þar sem nýja ráðuneytið er svo gott sem í Tún-fætinum. Ráðherraskiptin verða endanleg við vikulok og nýr æðsti strumpur hefur verið til-kynntur til leiks. Hlakka til að kynnast nýju samstarfsfólki og umhverfi, en sakna þó Sörunnar minnar sárt.

Er strax farið að hlakka til að labba aftur í vinnuna á morgun.

Engin ummæli: