fimmtudagur, 6. maí 2010

Veruleikar

Í frí-veruleikanum í Skotlandi þorði ég ekki að spyrja hversu stór Large kaffibolli væri, þar sem Medium var álíka stór og langleitt andlitið á mér


og myndarlegi maðurinn drakk svo mikinn T að hann ummyndaðist í bjór stuttu áður en við yfirgáfum Skot-landið


Vika flogin af raun-veruleikanum. Mér hlýnar í kvöldbirtunni og kitlar af væntanlegu sumri.

Engin ummæli: