sunnudagur, 30. maí 2010

SÞF

Mamma mín prjónar, heklar, sníðir, saumar, föndrar og klippir hár jafn auðveldlega og ég drekk eitt vatnsglas. Ég erfði ekkert af þessum eiginleikum frá henni, enda 3 systur á undan mér í röðinni. Ég kann ekki heldur að búa til uppáhaldsmatinn minn, en það gerir ekkert til; soðkökurnar eru einfaldlega langbestar hjá mömmu. Hún gerir líka langbestu rjómatertuna og langbesta drullumallið. Hún nennir líka stundum að gera sér ferð í Smáralindina til að borða með mér hádegismat, leyfir mér að þykjast eiga allar ABBA plöturnar hennar og hún á afmæli í dag

Engin ummæli: