föstudagur, 1. janúar 2010

Tvöþúsund&tíu

Eftir því sem árunum fjölgar uppgvöta ég betur og betur hversu lítið ég þarf á fortíðinni að halda. Ég er ginkeypt fyrir nýungar og hef gaman af breytingum. Ég hef þegar fengið margar óskir uppfylltar en langar samt í meira. Ég strengi ekki áramótaheit en er þó full af væntingum og löngunum. Mér finnst gott að lifa í nútíðinni og enn og betra að hlakka til framtíðarinnar. Ég er í bleikrósóttu pilsi og mikið meira en til í 2010.

Engin ummæli: