Töskuna góðu eignaðist ég á níunda áratugnum (sem ég myndi persónulega vilja kalla þann áttunda, en, alltílæ), hún er mjúk og stór, með 2 rennilásum eftir henni endilangri og 2 renndum hólfum á hvorum enda, pastel fjólublá með vatnsbláum röndum. Bróðir minn fékk alveg eins tösku bara í annari eydísar litasamsetningu, líklega var þetta gjöf frá foreldrum okkar. Töskuna góðu hef ég margnotað, ef ekki fjölnotað, í gegnum árin og áratugina, ef út í það er farið. Hún hefur ferðast með mér milli landshluta, farið í ótal útilegur og bústaðaferðir, hjálpað mér við flutninga og nú síðast, hjálpað mér að koma tveimur köttum til dýralæknis. Spurning hvort bróðir minn eigi sína tösku enn.
Í morgun, í fyrsta skipti síðan við Birta og Bjössi hófum sambúð hér í Veghúsum, lágu þau bæði sofandi í rúminu hjá mér er ég vaknaði við vekjarann. Snúsaði oft og lengi. Að auki gladdi Sólveig vinkona mín mig með bréfpoka sem innihélt bókasexu og heimalagað góðgæti
Það sem ein kona er lukkuleg með vini. Legg ekki meira á ykkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli