Frúin er sumsé ekki bara með nefið ofan í skáldsögum, ég er líka lúsiðin við að blaða í gegnum uppskriftir. Áhuginn, og ánægjan, af matseld hefur ekki yfirgefið mig þrátt fyrir að vera aftur orðin ein í heimili. Þessa dagana er ég á kafi í Miðjarðarhafsblaði Gestgjafans frá árinu 2006. Það árið gerðist ég áskrifandi að Gestgjafanum í 1 ár. Á því ári bjó ég hjá foreldrum mínum eftir slit á 7 ára sambúð, tók heila meðgöngu í að finna mér íbúð sem urðu mín fyrstu íbúðarkaup, og sankaði að mér Gestgjafanum á meðan. Blöðin fóru með mér úr 111 í 105, frá hlíðum í tún, og eru nú í blússandi notkun í húsum í 112.
Rétt eins og þá nýt ég þess að kveikja á kertum, nostra við matseldina, legg á borð fyrir sjálfa mig og nýt svo afrakstursins
Franskur jazz í bakgrunni.
Fyrsta glasið fór í sjálfan réttinn, tvö glös farin í mig.
Legg ekki meira á ykkur kæru vinir enda þarf ég að huga að matseld helgarinnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli