Eins og þetta sé ekki nóg af góðum fréttum dagsins þá átti Birna afmæli í gær og kom því færandi hendi í vinnuna í dag, frosin marengsterta og peruterta með morgunkaffinu. Þar á eftir ofangreindur atburður. Mánudagur til mæðu? Aldeilis ekki.
Var að klára að lesa Hnitmiðaða kínversk-enska orðabók fyrir elskendur í annað sinn. Þegar vel gefin kona, sem aukin heldur er þér velviljuð, lánar þér bók og segir þér að lesa hana tvisvar þá hlýðir þú að sjálfsögðu. Orðabókin átti lestrana vel skilið og gott betur.
Á þessum degi, fyrir ári síðan, var ég ekki bara stödd í París heldur gekk ég Jean Paul Gaultier nánast niður. JEAN PAUL GAULTIER krakkar! Af því tilefni finnst mér vel við hæfi að birta þetta brot úr Orðabókinni góðu
Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur eftir Xiaolu Guo í þýðingu Urðar systur, Ingunni Snædal.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli