miðvikudagur, 1. október 2008

Kæri -

Kæró er farinn að færa sig upp á skaftið.
Kaupti sér flunku-nýjann tannbursta og skildi hann eftir í ponkuskonsu íbúðinni minni.

Er alvarlega að íhuga að lækka hann aftur í hjásvæfu-tign.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmm.. skil þig..
Er nýji tannburstiinn á hillunni þinni eða hillunni hans.. eða er kanski bara ein sameiginleg hilla í ponkupínupons íbúðinni.. ?:)

Frú Sigurbjörg sagði...

Ég var svo sem alveg róleg þegar hann birtist með burstann enn í pakningunum og hef auðvita ekkert á móti því hann bursti í sér tennurnar. Það var samt ekki fyrr en hann tróð honum ofan í tannburstaglasið mitt, í minni hillu, í mínum skáp, við hliðina á mínum tannbursta, í minni ponkuskons íbúð, sem ég uppgvötaði að þetta var ekki ferðatannbursti!
Ég er samt alveg viss um hann færi vel í jakkavasa t.d.